2007 hjá Tröllakórsfjölskyldunni
Þetta ár hófst rólega í Brekkuselinu. Upphaf árs einkenndist af brúðkaupsundirbúningsstressi. En skv. öllum leiðarvísum þá vorum við orðin allt of sein að öllu. Hugmyndir í upphafi árs voru mjög hógværar. Heimatilbúinn matur, blár kjóll, tölvutónlist og félagsheimilið Fannahlíð. Stressið bar hógværðina yfirliði, og var ákveðið að kíkja í brúðarleigur til að sjá hvort maður gæti sætt sig við eitt hvítt stykki. Ég fann þar mjög hógværan kjól, en samt hvítan. En valið stóð á milli hans og annars sem var ekki svo mikið látlaus.
Heimatilbúni maturinn breyttist svo í grillveisluþjónustu. Við fundum hestvagn sem átti að bera brúðina í kirkju. Allt var þetta að smellla.
Í maí fengum við loksins já frá eigendum Skessubrunns. Án þess að vera búin að skoða, tókum við hann fram yfir hinn látlausa sal Fannahlíðar.
Í júni fékk maður svo að kenna á því, og var gæsin gripin og klædd upp í viðeigandi. Jú gæsapartíið var fámennt en góðmennt. Og var stuð en hæfileg rólegheit allan daginn. Kallinn fékk svo sitt viðeigandi partí í kjölfarið. En það einkenndist af aðeins meiri látum, en allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó.
Þetta endaði svo allt í flottheitum 21. júlí 2007. Látlausi kjóllinn vékk fyrir hinum íburðameiri. Og blómin sem áttu ekki að fylgja voru komin í hendurnar. Hestvagninn breyttist í bens. Tölvan breyttist í hljómsveit. Útibrúðkaupið endaði inni í steikjandi hita og raka. Þetta var besti dagur lífs okkar beggja. Allt gekk upp sem átti að ganga upp, hitt mun bara gleymast með tímanum :-)
Árið einkenndist af stórafmælum.
Í febrúar var loksins haldið upp á 50 ára afmæli mömmu, daginn fyrir 51 árs afmælið. Við náðum að gabba hana upp úr skónum og hélt hún að hún væri að fara út að borða með stelpunum, en endaði heima hjá sér þar sem karlpeningurinn var búinn að elda smá.
Svo héldu vinkonurnar hver í kappi við aðra upp á 30 ára afmælin sín. Ég varð sjálf 30 ára, og fékk ég stærstu og óvæntustu afmælisgjöf, sem ég hefði getað ímyndað mér. Limmó, dekur, þyrla og hótel út í sveit með draumaprinsinum. Gæti ekki hafa verið betri leið til að verja afmælisdeginum.
Pabbi gamli varð svo 60 ára í september, sem var auðvitað haldið með pompi og prakt. Gaman að hitta fullt af fólki sem maður hefur ekki séð lengi.
Litli brósi og Lilja giftu sig svo í september. Brúðkaup þeirra var alveg einstakt, alveg eins og þeim er einum lagið.
Í júlí kom í ljós að lítið kríli var að hreiðra um sig í vömbinni minni. Alveg planað reyndar, en kom reyndar undir á æfingartímabili, sem var reyndar ekkert verra. Spilaði bara pínu inn í brúðkaupið.
Við fengum svo afhenta langþráða íbúð í Tröllakór í september. Stóri strákurinn lagðist á 4 fætur og lagði gólfefnin, meðan húsfrúin beið spennt heima. Parketið mjakaðist áfram, en að lokum var flutt inn. Í rólegheitunum komum við okkur fyrir, og kláruðum að lokum parketið. Daginn eftir var ákveðið að halda sundlaugapartí á hæðinni, en það stóð hvergi á leiðbeiningum að parketið væri ekki vatnshelt. Sem betur fer fór betur en leit út í fyrstu.
Ég fór í nýtt starf hjá Glitni eftir sumarfrí. En óléttan er ekkert búin að vera auðvelda það starf mikið. Ég hef því miður ekki nýst eins vel og skyldi. Heilsan var frekar slæm til að byrja með, en með hjálp nálastungu, er ég miklu betri en ég var.
Af Ara Þresti er kannski ekki mikið að frétta. Hann fékk hlaupabóluna í maí. Það var ekki tekið út með sældinni. Hann fékk ekki mikla athygli á þessu ári, enda foreldrarnir uppteknir í lífsgæðakapphlaupi. En hann tók út alveg gríðarlega mikinn félagslegan þroska og fékk eigið herbergi. Svo núna fyrir jól hætti hann í leikskólanum sínum Hálsakoti.
Hafið það gott 2008, ég veit allavega að ég hlakka mikið til.
kv. Elsa 30v
Heimatilbúni maturinn breyttist svo í grillveisluþjónustu. Við fundum hestvagn sem átti að bera brúðina í kirkju. Allt var þetta að smellla.
Í maí fengum við loksins já frá eigendum Skessubrunns. Án þess að vera búin að skoða, tókum við hann fram yfir hinn látlausa sal Fannahlíðar.
Í júni fékk maður svo að kenna á því, og var gæsin gripin og klædd upp í viðeigandi. Jú gæsapartíið var fámennt en góðmennt. Og var stuð en hæfileg rólegheit allan daginn. Kallinn fékk svo sitt viðeigandi partí í kjölfarið. En það einkenndist af aðeins meiri látum, en allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó.
Þetta endaði svo allt í flottheitum 21. júlí 2007. Látlausi kjóllinn vékk fyrir hinum íburðameiri. Og blómin sem áttu ekki að fylgja voru komin í hendurnar. Hestvagninn breyttist í bens. Tölvan breyttist í hljómsveit. Útibrúðkaupið endaði inni í steikjandi hita og raka. Þetta var besti dagur lífs okkar beggja. Allt gekk upp sem átti að ganga upp, hitt mun bara gleymast með tímanum :-)
Árið einkenndist af stórafmælum.
Í febrúar var loksins haldið upp á 50 ára afmæli mömmu, daginn fyrir 51 árs afmælið. Við náðum að gabba hana upp úr skónum og hélt hún að hún væri að fara út að borða með stelpunum, en endaði heima hjá sér þar sem karlpeningurinn var búinn að elda smá.
Svo héldu vinkonurnar hver í kappi við aðra upp á 30 ára afmælin sín. Ég varð sjálf 30 ára, og fékk ég stærstu og óvæntustu afmælisgjöf, sem ég hefði getað ímyndað mér. Limmó, dekur, þyrla og hótel út í sveit með draumaprinsinum. Gæti ekki hafa verið betri leið til að verja afmælisdeginum.
Pabbi gamli varð svo 60 ára í september, sem var auðvitað haldið með pompi og prakt. Gaman að hitta fullt af fólki sem maður hefur ekki séð lengi.
Litli brósi og Lilja giftu sig svo í september. Brúðkaup þeirra var alveg einstakt, alveg eins og þeim er einum lagið.
Í júlí kom í ljós að lítið kríli var að hreiðra um sig í vömbinni minni. Alveg planað reyndar, en kom reyndar undir á æfingartímabili, sem var reyndar ekkert verra. Spilaði bara pínu inn í brúðkaupið.
Við fengum svo afhenta langþráða íbúð í Tröllakór í september. Stóri strákurinn lagðist á 4 fætur og lagði gólfefnin, meðan húsfrúin beið spennt heima. Parketið mjakaðist áfram, en að lokum var flutt inn. Í rólegheitunum komum við okkur fyrir, og kláruðum að lokum parketið. Daginn eftir var ákveðið að halda sundlaugapartí á hæðinni, en það stóð hvergi á leiðbeiningum að parketið væri ekki vatnshelt. Sem betur fer fór betur en leit út í fyrstu.
Ég fór í nýtt starf hjá Glitni eftir sumarfrí. En óléttan er ekkert búin að vera auðvelda það starf mikið. Ég hef því miður ekki nýst eins vel og skyldi. Heilsan var frekar slæm til að byrja með, en með hjálp nálastungu, er ég miklu betri en ég var.
Af Ara Þresti er kannski ekki mikið að frétta. Hann fékk hlaupabóluna í maí. Það var ekki tekið út með sældinni. Hann fékk ekki mikla athygli á þessu ári, enda foreldrarnir uppteknir í lífsgæðakapphlaupi. En hann tók út alveg gríðarlega mikinn félagslegan þroska og fékk eigið herbergi. Svo núna fyrir jól hætti hann í leikskólanum sínum Hálsakoti.
Hafið það gott 2008, ég veit allavega að ég hlakka mikið til.
kv. Elsa 30v